14.02.1930
Neðri deild: 25. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1643 í B-deild Alþingistíðinda. (2176)

116. mál, ábyrgð rekstrarláns til útgerðar

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Það er mjög eðlilegt, að fyrirspurn eins og þessi komi fram, hvort þetta sé næileg ábyrgð, eða hvort aftur verði komið til þingsins sömu erinda.

Ég vil út af þessu segja hv. þm. (MG) það, að ráðgazt var við stj. Landsbankans um, hvort þetta myndi verða svo ríkuleg ábyrgð sem þyrfti. Áleit Landsbankastj., að þetta myndi nægilegt, svo að ekki þyrfti að koma aftur til þingsins að biðja um slíka ábyrgð.