14.02.1930
Efri deild: 23. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1651 í B-deild Alþingistíðinda. (2205)

116. mál, ábyrgð rekstrarláns til útgerðar

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég er sammála hv. þm. Snæf. um það, að Landsbankinn hefði átt að geta tekið þetta að sér án ríkisábyrgðar, en þar sem bankinn setti þetta skilyrði fyrir hjálp sinni, verður að fullnægja því. Það var ekki hægt að ná samkomulagi við bankastjórnina á öðrum grundvelli, og því óskar stj. nú eftir heimild þingsins fyrir þessu láni.