14.02.1930
Efri deild: 25. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1652 í B-deild Alþingistíðinda. (2218)

116. mál, ábyrgð rekstrarláns til útgerðar

4) Með svofelldri grg.:

Ég greiði ekki atkv., með skírskotun til þeirra ástæðna, sem þeir hv. þm. hafa fært til, er ekki hafa greitt atkv. á undan mér. Og ég get bætt því við, að mér þykir hér kenna nokkurs misréttis. Það er vitanlegt, að margir eiga fé sitt í Íslandsbanka og að því er haldið fyrir þeim, og að það bakar þeim óþægindi og atvinnutjón. — Ég sé, að sócialistarnir brosa. Það lítur út fyrir, að það liggi þeim í léttu rúmi, þó menn verði fyrir eignatjóni og atvinnumissi. Það er vatn á þeirra myllu.