06.02.1930
Efri deild: 15. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1663 í B-deild Alþingistíðinda. (2228)

57. mál, ráðstafanir vegna alþingishátíðarinnar 1930

Frsm. (Jóhannes Jóhannesson):

Út af umr. um frv. þetta við 1. umr. hefir allshn. borið fram nokkrar brtt. á þskj. 69.

Brtt. við 1. gr., að fyrir „vörur“ komi: munir, eru bornar fram eftir bendingu hv. 1. þm. G.-K. Það er augljóst, að engum, dettur í hug að setja merki hátíðarinnar á vörur yfirleitt, heldur aðeins á einstaka muni. Brtt. við 5. gr. er borin fram í samræmi við ummæli hv. 4. landsk. um það, að sjálfsagt sé að sama gildi um þessi efni í Hafnarfirði og Reykjavík, og að ástæða væri til að gera ráðstafanir um lokun fleiri stofnana en sölubúða, jafnvel að ákvæðin væru látin ná til almennrar vinnu.