27.02.1930
Neðri deild: 38. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1683 í B-deild Alþingistíðinda. (2287)

86. mál, kosningar til Alþingis

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég hefi að sjálfsögðu ekkert við það að athuga, þótt ákveðið sé í lögum, á hvaða degi skuli kosið, eins og hv. 1. þm. Skagf. vill, en þá vildi ég gjarnan koma með skriflega brtt. um það, að kjördagur skuli ákveðinn sunnud. 15. í stað laugard. 14. júní. Ég vil geta þess, að það er ekkert einsdæmi, þótt kosið sé á sunnudögum; t. d. er það alltaf gert í Þýzkalandi. Hinsvegar vil ég taka það fram, að ég geri þetta ekki að kappsmáli, en mér þætti betra, að kosning færi fram á sunnudegi. — Vil ég svo leyfa mér að afhenda hæstv. forseta brtt. þessa.