27.02.1930
Neðri deild: 38. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1685 í B-deild Alþingistíðinda. (2296)

86. mál, kosningar til Alþingis

Lárus Helgason:

Ég skal ekki tefja lengi fyrir hv. þdm., en ég vildi aðeins lýsa yfir því, að ég er sannfærður um, að vel sé séð fyrir kjördegi, að hann er hafður á sunnudegi eða 2. í hvítasunnu. Að hafa hann 2. í hvítasunnu er máske fullfljótt, því að þá er sauðburði ekki lokið. Þegar menn eru að tala um það, að illa sé farið með hvíldardaginn að nota hann fyrir kjördag, þá tel ég það lítil rök, því að ég veit ekki betur en að það sé gamall vani, að sunnudagar séu notaðir til útreiða í sveitum landsins, bæði til skemmtunar og ýmissa erinda, sem menn eiga hver við annan, og þá ætti það að vera nokkurnveginn það sama, hvort menn ríða á kjörstað eða þá eitthvað annað.