27.02.1930
Neðri deild: 38. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1694 í B-deild Alþingistíðinda. (2308)

86. mál, kosningar til Alþingis

Magnús Guðmundsson:

Það var aðeins út af umtali um, hvort ég ætti að taka mína till. aftur, að ég vil taka það fram, að ég finn ekki ástæðu til þess. Ég veit ekki, hvað ég hefði gert, ef ég hefði séð fyrir þessar löngu umr. um málið, en úr því að umr. eru komnar, sýnist bezt að láta ganga til atkv. um till. Enda hefir hæstv. ráðh. sjálfur lýst því yfir, að ef stj. ætti að ákveða daginn, þá yrði það áreiðanlega þessi dagur, sem ég vil heldur, að sé ekki.