05.02.1930
Efri deild: 14. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1701 í B-deild Alþingistíðinda. (2322)

60. mál, löggilding verslunarstaða

Flm. (Páll Hermannsson):

Eins og sést á greinargerð þessa frv., er það flutt eftir tilmælum hreppsnefndanna í Seyðisfjarðar- og Skeggjastaðahreppum í Norður-Múlasýslu. Hvortveggja þessi staður er allfjölmennur, töluverð útgerð er rekin á þeim báðum, svo að þau réttindi, sem slík löggilding og hér er farið fram á veitir, mundu koma sér mjög vel fyrir íbúana.

Ég býst við því, að hv. d. lofi þessu frv. að sjálfsögðu að ganga til n., og sé því ekki ástæðu til að ræða sérstöðu þessara staða frekar, en er reiðubúinn til að gefa þeirri n., sem væntanlega fær þetta frv. til meðferðar, allar þær upplýsingar, sem mér er unnt.

Leyfi ég mér svo að stinga upp á því, að frv. verði vísað til hv. allshn., að þessari umr. lokinni.