07.04.1930
Neðri deild: 73. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1710 í B-deild Alþingistíðinda. (2348)

238. mál, útvarp

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég vil mjög eindregið óska þess, að hæstv. forseti taki málið fyrir nú; eins og til var ætlazt. Það er orðið svo áliðið þingtímans og þetta mál hefir ekki farið í gegnum nema eina umr., svo ef málið er ekki tekið fyrir nú, getur það orðið til þess að hefta alveg framgang þess. En hv. þm. geta komið með sínar brtt. við 3. umr.