07.04.1930
Neðri deild: 73. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1714 í B-deild Alþingistíðinda. (2359)

238. mál, útvarp

Ólafur Thors:

Ég sagði, að hv. þm. Dal. mundi tala í þessu máli fyrir hönd minni hl. Þótt ég hafi lýst mig andvígan málinu í heild, sagði ég með þessum orðum um hv. þm. Dal. og afstöðu hans það eitt, að hann væri á móti ýmsum þeim atriðum, sem ég tel skipta höfuðmáli. Hvort hann vill sætta sig við ýms önnur atriði í frv. eða breyt. á útvarpsl., hefi ég ekkert sagt um. — Ég sé það nú á öllu, að málið mun eiga að koma til umr. í dag, hvað sem líður allri sanngirni, en ég skal láta það alveg ósagt, hvort það gengur nokkuð fyrr fram fyrir þá sök.