09.04.1930
Efri deild: 73. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 993 í B-deild Alþingistíðinda. (241)

1. mál, fjárlög 1931

Forseti (GÓ):

Ég verð að segja það, að þótt hv. 3. landsk. vitni í úrskurð forseta í Sþ., þá ætla ég mér ekki að nota mér það, og úrskurða því sem í fyrra. Ég tel 13 þm. atkvæðisbæra, þar sem ég hefi tekið gilda afsökun hv. 4. landsk. og álít, að það, sem ég hefi úrskurðað, bæði í fyrra og nú, sé eftir þingsköpum. Ég álít þess vegna, að af 13 atkvæðisbærum þm. sé 7 meira en helmingur. (JÞ: Það eru fleiri atkvæðisbærir).