10.02.1930
Neðri deild: 20. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1780 í B-deild Alþingistíðinda. (2416)

68. mál, Útvegsbanki Íslands h/f

Sigurður Eggerz:

Aðeins stutt aths. út af því, sem hæstv. forsrh. sagði að lagt hefði verið fyrir stj. Íslandsbanka að gefa skýrslu um hag bankans síðastl. ár. Það hefir ekki verið lagt fyrir bankastjórana að gefa neina skýrslu. En auðvitað er bankastj. reiðubúin hvenær sem er að gefa allar þær upplýsingar um hag bankans, sem hún getur, en hún hefir ekki verið beðin um neina slíka skýrslu.

Við nýtt bankamat skil ég, að hugsunin sé sú, að ef það mat sýnir það sama og fyrra matið, þá eigi á því að byggja endurreisn bankans: Annars væri engin meining að vera að skipa nýja matsnefnd.

Annars mun ég greiða atkv. með brtt. hæstv. fjmrh., en á móti frv., af því að ég tel ótækt að samþ. lög um að loka bankanum fyrir fullt og allt.