07.03.1930
Neðri deild: 47. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2016 í B-deild Alþingistíðinda. (2542)

68. mál, Útvegsbanki Íslands h/f

Haraldur Guðmundsson:

Út af orðum hæstv. forsrh. og ummælum þeim, sem hann hafði eftir hv. 4. landsk. í hv. Ed., að frv. væri næstbezta lausnin á bankamálinu, þá vil ég upplýsa það, að þau orð féllu um frv. hæstv. stj. áður en því var breytt þannig, að hlutafé Íslandsbanka skyldi hafa sama rétt til arðs og áhrifa á stjórn Útvegsbankans og hlutafé þess banka, en ekki vera metið til þess að mæta töpum Íslandsbanka sérstaklega. — Á þessu tvennu er gífurlegur munur. — En það get ég játað, að ekki er þetta frv. hæstv. stj. alveg jafnfráleitt og till. þær, er íhaldsmenn báru hér fram fyrr á þinginu.