27.02.1930
Neðri deild: 38. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2023 í B-deild Alþingistíðinda. (2568)

45. mál, háskólakennarar

Magnús Jónsson:

* Þó að hv. þm. V.-Húnv. finni ekki mikið til þess sjálfur, þá getur öðrum leiðzt það, að hann skuli ekki átta sig á þessu máli, þar sem hann er þó frsm. minni hl.

Ég geri ráð fyrir, að það sé rétt, að enginn dócent sé svo hégómlegur að sækjast eftir prófessorsnafnbótinni, ef hann fengi ekki um leið prófessorslaun. Þetta er auðvitað launamál að því leyti, sem dócentum er veittur réttur til að vinna sig áfram og ná sama rétti til launahækkana og prófessorar. En sér ekki hv. þm. V.-Húnv., að þetta kemur ekki ert við endurskoðun launalaganna? Ég nenni ekki að vera að elta ólar við að koma hv. þm. í skilning um þetta, ef hann vill ekki skilja það.

Það er sem sagt tvennskonar misskilningur að vera að tala um endurskoðun launalaganna í sambandi við þetta mál. Fyrst og fremst virðist aldrei ætla að koma að því, að þessi margumtalaða endurskoðun sé framkvæmd, og í öðru lagi myndi hún ekki breyta þeim mun, sem gerður hefir verið á prófessorum og dócentum.