13.02.1930
Efri deild: 21. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2027 í B-deild Alþingistíðinda. (2586)

50. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Meðan allshn. hafði þetta mál til meðferðar, bárust henni til athugunar 4 nýjar umsóknir og gat hún ekki annað séð af skjölum þeim, er umsóknunum fylgja, en að rétt væri að veita einnig þessum umsækjendum ríkisborgararétt, svo sem lagt er til í nál. á þskj. 96. Síðan n. skilaði áliti sínu, hafa henni enn borizt tvær umsóknir. Er annar umsækjenda búsettur í Reykjavík, en hinn í Hafnarfirði, og geri ég ráð fyrir, að ef n. hefir ekkert við þær að athuga, komi hún með vatill. við 3. umr. þessa máls.