22.03.1930
Neðri deild: 60. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2037 í B-deild Alþingistíðinda. (2644)

159. mál, greiðsla verkkaups

Frsm. (Magnús Torfason):

Þetta er ekki mikið mál. Það eru að mestu sömu ákvæðin og áður voru í lögunum. En aðalbreyt. er sú, að þessi ákvæði um greiðslu verkkaups ná hér eftir til iðnaðarmanna. Um aðrar efnisbreyt. er ekki að ræða. N. leggur einróma til, að frv. verði samþ.

Önnur brtt. n. hnígur einungis að því, að færa frv. til betra máls, en snertir ekkert efni þess. Síðasta brtt. er gerð til þess að skýra atriði, sem var dálítið óljóst í frv. eins og það var orðað. Þess vegna bætti n. inn í það, til þess að það sæist gleggra.

Ég leyfi mér svo að vænta þess, að hv. þingd. afgreiði þetta mál á þann hátt, sem n. leggur til.