12.04.1930
Efri deild: 76. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1061 í B-deild Alþingistíðinda. (272)

1. mál, fjárlög 1931

Jón Baldvinsson:

Hæstv. dómsmrh. gerði helzt ráð fyrir að svara aths. minni, sem kom algerlega af tilviljun í ræðu minni, að ári. En hæstv. ráðh. á ekki víst að vera á þingi, þegar fjárl. koma hér til umr. að ári, en sá er munurinn, að ég á nokkurnveginn víst að eiga þá sæti hér í d., ef ég lifi. Nú er sá tími kominn, að hæstv. dómsmrh. á að fara að skila umboði sínu til þjóðarinnar. Ég geri ráð fyrir, að hann biðli til hennar aftur og get vel hugsað, að hann verði kosinn, en þó er sá fræðil. möguleiki til, að bann falli. Það er því alveg út í hött að bjóða mér upp á umr. um þetta mál að ári. Ég get því ekki skoðað það öðruvísi en að hann viðurkenni það, sem ég hefi deilt á hann fyrir. (Dómsmrh.: Ég stóð í þeirri meiningu, að hv. þm. væri dauður). Hæstv. ráðh. reiknar ekki með því, hvað hæstv. forseti er frjálslyndur að gefa mér leyfi til andsvara, þegar ég er að ræða við hæstv. ráðh., sem er ódauðlegur í umr. Hæstv. ráðh. er með þessa útúdúra af því að hann veit, að aths. mínar muni vera á traustum rökum byggðar viðvíkjandi þessu fjármálaatriði, sem við deildum um, nefnilega gengismismun á stúdentastyrknum, sem þingvilji hefir verið fyrir, að væri greiddur. Hæstv. ráðh. sagði, að hann vildi skoða þessa aths. mína, og ef til vill taka upp þá venju að greiða þennan styrk með gengismun. Ég fyrir mitt leyti hefi ekkert við það að athuga. Ég sé ekki, hvernig hæstv. ráðh. hefir viljað skilja þarna á milli stúdenta og svo sendiherra og konungs. Ég veit ekki betur en að þetta sé jafngömul venja, sem hefir fallið niður hjá hæstv. ráðh., og hana má gjarnan skoða þetta sem áréttingu um, að þessum þingvilja skuli nú fylgt fram.