10.02.1930
Efri deild: 18. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2054 í B-deild Alþingistíðinda. (2722)

64. mál, vigt á síld

Frsm. (Erlingur Friðjónsson):

Ég sé ekki ástæðu til að fara mörgum orðum um þetta frv. Eins og kunnugt er, er það shlj. frv., sem lá fyrir hv. Ed. í fyrra og þá var samþ. hér með öllum meginþorra atkv. Sjútvn. er á einu máli um að leggja til, að frv. verði samþ. óbreytt. Vænti ég þess og fastlega, að hv. deild geti fallist á að samþ. það. Þær undirtektir, sem frv. fékk hér í fyrra, mættu a. m. k. gefa vonir um, að svo mætti fara.

Ég skal svo ekki hafa þessi orð fleiri, en mun að sjálfsögðu halda uppi svörum fyrir frv., ef einhver hv. þdm. skyldi verða til að andmæla því.