04.04.1930
Neðri deild: 71. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2064 í B-deild Alþingistíðinda. (2740)

64. mál, vigt á síld

Ólafur Thors:

Herra forseti! Ég vildi aðeins benda á það, að þm., sem ekki á sæti í þessari hv. deild, leyfir sér að viðhafa hér orðið lygi. (EF: Hv. 2. þm. G.-K. hefir tekið fram í fyrir mér í Ed. á svipaðan hátt, enda þótt hann eigi þar ekki sæti; frekar en ég hér. — Forseti hringir). Þetta er ósatt, og vænti ég, að forseti vísi hv. þm. Ak. út, ef hann fær ekki setið á strák sínum.