07.04.1930
Neðri deild: 73. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2064 í B-deild Alþingistíðinda. (2742)

64. mál, vigt á síld

Sveinn Ólafsson:

Við 2. umr. þessa máls var ágreiningur nokkur hér í deildinni um það, hvort lögbjóða ætti skilyrðislaust vigtun á bræðslusíld í stað mælingar og leizt ýmsum réttara að heimila undanþágu þegar atvik lægju til. Til

þess að ákvæði frv. verði ekki jafnfortakslaust og nú er, höfum vér þrír, hv. þm. Vestm., hv. 2. þm. G.-K. og ég, komið fram með brtt. á þskj. 428, er lýtur að því, að þetta geti orðið samnings- og samkomulagsatriði milli kaupenda og seljenda, þó þannig, að kaupanda verði jafnan skylt að vega síldina, ef seljandi krefst þess. Verði þessi brtt. samþ., býst ég við, að þeim, sem nú eru frv. andvígir, verði ljúft að fylgja því, og tel ég það betur fara, að þessi undanþága verði gerð frá fortakslausri skipun.