07.04.1930
Neðri deild: 73. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2065 í B-deild Alþingistíðinda. (2743)

64. mál, vigt á síld

Haraldur Guðmundsson:

Ég mun greiða atkv. gegn brtt. Ég sé ekki betur en sama ástandið og nú er muni haldast í mörgum tilfellum, verði hún samþ. Nú eru seljendur síldar stundum margir um sama slattann. Ég veit ekki, hvort hv. flm. brtt. ætlast til þess, að t. d. hásetar, sem ráðnir eru upp á aflahlut, hafi atkv. um þetta. Ef það er tilætlunin, tel ég sjálfsagt, að það komi ótvírætt fram.