07.04.1930
Neðri deild: 73. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2065 í B-deild Alþingistíðinda. (2745)

64. mál, vigt á síld

Frsm. meiri hl. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Ég hefi ekki fylgzt með þessum umr., en vil þó benda á eitt. Samkv. frv. er gert ráð fyrir, að öll bræðslusíld verði vegin, og því verði felld niður tilsk. 13. marz 1925. Verði því brtt. samþ., þá verður bræðslusíld mæld eftir sem áður, en tilsk. frá 1925, sem tiltekur stærð málanna, þó felld úr gildi með 4. gr. frv., og geta því kaupendur stækkað málin eins og þeim sýnist. Þetta tvennt fær ekki samrýmzt.