07.04.1930
Neðri deild: 73. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2086 í B-deild Alþingistíðinda. (2785)

420. mál, verðtollur

Frsm. (Hannes Jónsson):

Það þarf ekki að hafa langa framsögu í þessu máli; væri í raun og veru nóg að vísa til grg. frv. Það er sjáanlegt, að frv. það, sem nú liggur fyrir um verðtoll, nær ekki fram að ganga, en hinsvegar getur ríkið ekki verið án þeirra tekna, sem sá verðtollur veitir, sem nú er í gildi, og því er farið fram á, að ákvæði um verðtoll verði framlengd til ársloka 1831.

Ég skal svo ekki fjölyrða frekar um þetta frv., en vona, að hv. deild taki málinu vel.