15.04.1930
Neðri deild: 83. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1064 í B-deild Alþingistíðinda. (280)

1. mál, fjárlög 1931

Ólafur Thors:

Ég er að vísu einn þeirra manna, sem leggja áherzlu á, að þingið verði búið fyrir páska, en þótt ég vilji flýta því sem unnt er, þætti mér bezt, ef hæstv. forseti vildi taka fyrir 6. mál á dagskránni. Ég vona, að um það þurfi ekki að vera langar umr., en margir hv. þdm. vilja fá það tekið fyrir sem fyrst.