01.02.1930
Efri deild: 11. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2113 í B-deild Alþingistíðinda. (2828)

34. mál, landhelgisgæsla

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Viðvíkjandi dæminu, sem ég nefndi, skal ég til frekari skýringa geta þess, að íhaldsmaður einn og vinur hv. 3. landsk. mun hafa lent í sjóðþurrð við ríkissjóð, sem nam um 40 þús. kr., en sem vinir hans og venzlamenn borguðu fyrir hann. Og þennan mann gerðu nánustu vinir hv. 3. landsk. að einhverjum æðsta embættismanni landsins til að hindra, að sjóðþurrð komi fyrir hjá öðrum embættismönnum. Þarna lýsir sér siðgæði hv. 3. landsk. og flokks hans í opinberu lífi.