01.02.1930
Efri deild: 11. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2114 í B-deild Alþingistíðinda. (2830)

34. mál, landhelgisgæsla

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Það liggur skjallega fyrir, að hv. þm. Snæf. reyndi á tveimur fundum að fá samþ. till. um að lýsa vantrausti á stj., en sú tilraun hans varð að engu, því að á báðum fundunum var till. felld með allmiklum meiri hl.

Þegar litið er nú á, að þetta gerist í sjóþorpum og í kjördæmi, sem lýst hefir sig mjög á móti núv. stj., þá getur ekki annað legið á bak við þessa samþykkt en að sjómennirnir treysti betur núv. stj. að vernda landhelgina og þar með atvinnuveg þeirra manna, sem afkomu sína byggja á smábátaútgerð. Með þessu viðurkenna sjómennirnir, að stj., hefir með eftirliti því, er hún hefir haft með loftskeytanotkun togaranna, stutt atvinnu þeirra og fjárhagslega afkomu. Hitt er blekking ein, sem blöð hv. þm. Snæf. hafa verið að halda fram, að stj. hafi vanrækt skyldu sína í þessu efni. Kjósendur hans hafa með atkvgr. sinni viðurkennt, að stj. hafi einmitt í þessu efni, eins og raunar víðar, gætt fullkomlega skyldu sinnar. Þessu ætti hv. þm. Snæf. að stinga hjá sér.