12.04.1930
Neðri deild: 78. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2131 í B-deild Alþingistíðinda. (2854)

34. mál, landhelgisgæsla

Sigurjón Á. Ólafsson:

Ég sem er í meiri hl., vil einnig láta mína rödd heyra um þetta deiluatriði. Ég tek undir það, sem hv. þm. Vestm. og hv. þm. Borgf. hafa sagt, að ég tel mjög hæpið, að málið nái fram að ganga á þessu þingi, ef umr. verður frestað nú. En mér er það mikið áhugamál, að frv. þetta verði að lögum, og því er ég mótfallinn því, að málið verði tekið út.