05.04.1930
Efri deild: 70. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2173 í B-deild Alþingistíðinda. (2894)

132. mál, Fiskveiðasjóður Íslands

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég vil aðeins geta þess, út af því, sem hv. þm. Snæf. sagði, að það varð samkomulag um það með öllum aðiljum í Nd. að sinni, að taka út úr frv. öll fyrirmæli um rekstrarlánadeild og sjá, hvernig hinni nýju stofnun, Útvegsbankanum, gengi að sjá fyrir þörfum smábátaútvegsins að þessu leyti, og ég býst við, að það mundi stofna þessu máli í nokkra hættu, ef farið væri að gera mjög stórfelldar breyt. á því hér í þessari hv. d. Ég vildi a. m. k. mælast til þess, að hv. n. athugaði, í samráði við sjútvn. Nd., hvort samkomulag gæti orðið, ef stórfelldar breyt. væru gerðar hér, og ég vil beina því til hv. þm. Snæf., hvort rétt sé að stofna afgreiðslu málsins í hættu með þessum stórfelldu breyt., því að „þá koma dagar og þá koma ráð“, t. d. á næsta þingi, ef þessu fyrirkomulagi reynist mjög ábótavant.