05.04.1930
Efri deild: 70. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2174 í B-deild Alþingistíðinda. (2896)

132. mál, Fiskveiðasjóður Íslands

Halldór Steinsson:

Ég get náttúrlega upplýst hæstv. forsrh. um það, að það er ekki mín ætlun að bregða fæti fyrir þetta frv., því að það er til bóta frá því, sem er. En hinsvegar sakna ég mjög mikið, að ekki hefir verið tekinn upp hinn kaflinn, að hafa rekstrarlánadeildina samhliða skipakaupadeildinni, því eins og ég tók fram áður, þá er það víst, að þessi deild kemur smábátaútveginum ekki að eins miklum notum og ef samhliða væri rekstrarlánadelid.

Hv. 4. landsk. vildi halda því fram, að ég hefði verið andvígur hans till. um að koma upp rekstrarlánadeild fyrir smábátaútveginn. Þetta er alls ekki rétt, heldur var það svo, að á þeim sömu þingum, sem hv. þm. kom fram með sitt frv., lágu fyrir önnur frv., sem ég taldi heppilegri, en alls ekki af því, að ég væri hans stefnu neitt andvígur, heldur aðeins af því, að ég taldi þær leiðir, sem hitt frv. fór fram á, heppilegri, og því fylgdi ég þeim.