15.04.1930
Efri deild: 78. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2177 í B-deild Alþingistíðinda. (2903)

132. mál, Fiskveiðasjóður Íslands

Forseti (GÓ):

Ég býst við, að það sé full þörf á því að veita afbrigðin, því að við eigum von á fleirum málum til afgreiðslu, en tíminn er hinsvegar naumur. Eru málin því aðeins sett á dagskrá, að þau fái afgreiðslu, en séu ekki stöðvuð með því að neita um afbrigði. Get ég ekki séð, að hv. þm. hafi ástæðu til að stöðva málin á þann hátt, enda er það venja að veita afbrigði í málum, sem þingið hefir haft til meðferðar um lengri tíma, þegar komið er að þinglausnum.