15.04.1930
Efri deild: 78. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2243 í B-deild Alþingistíðinda. (2967)

91. mál, gagnfræðaskóli

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Út af orðum hv. 3. landsk. ætla ég aðeins að benda á það, að þetta mál hefir nú á þessu þingi gengið gegnum 6 umr. og er þetta sú 7. Auk þess gekk það gegnum 3 umr. í þessari hv. deild í fyrra, með gersamlega sama formi viðvíkjandi Reykjavík sem nú. Það eru því líkur til, að þessu hefði verið veitt eftirtekt fyrr en nú, ef um alvarlegt brot á stjskr. er að ræða. Ég býst líka við, að ef deila verður vegna þessara laga, verði það dómstólamál, og verði þá úr þessu skorið. Þess vegna álít ég hættulaust að samþ. frv.