05.04.1930
Neðri deild: 72. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2252 í B-deild Alþingistíðinda. (2985)

369. mál, héraðsskóli

Hannes Jónsson:

Ég skal gjarnan segja hv. 2. þm. G.-K., að það er einmitt hann, sem snýr hjólinu í svikamyllu Íhaldsflokksins, því að það var einmitt hann, sem þessi flokksmaður hans norður í Húnavatnssýslu talaði við, og hann hafði viðurkennt, að þessi till. um símann ætti rétt á sér. Það var símalína frá Hólum að Hindisvík. (MJ: Þetta er eintóm vitleysa). Annaðhvort er að vera ekki að lofa neinu eða þá að reyna að standa við það. En hv. 2. þm. G.-K. þykist víst ekki skuldbundinn til að fylgja almennum reglum um það.

Mér sýnist hv. þdm. farnir að verða fjörugir. Þegar hv. þm. Borgf. fer að berja í borðið; þá þykir mér skörin færast upp í bekkinn, því að hann stóð ekki allfjarri svikamyllunni.