05.04.1930
Neðri deild: 72. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2254 í B-deild Alþingistíðinda. (2988)

369. mál, héraðsskóli

Magnús Guðmundsson:

Mér fannst lítið verða úr svörum hjá hv. þm. V.-Húnv. Hvaða loforð hefi ég svikið og hvaða mann hefi ég svikið? Ég endurtek þær spurningar mínar og skora á hv. þm. að svara vafningalaust. Bæði kæri ég mig ekki fyrir mitt leyti um að liggja undir ósannindum, og honum er ekki heldur heimilt að fara með ósannindi hér.