05.04.1930
Neðri deild: 72. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2255 í B-deild Alþingistíðinda. (2990)

369. mál, héraðsskóli

Magnús Guðmundsson:

Mér virðist nú hv. þm. V.-Húnv. einkum vera farinn að snúa máli sínu til hv. 2. þm. G.-K. (HJ: Hv. 1. Skagf. mun hafa gefið loforð líka!). „Mun hafa gefið“ — hv. þm. er þá farinn að linast. Ég fyrir mitt leyti bið rólegur, þangað til Eggert Levy segir sjálfur, að ég hafi gefið loforð, sem ég hefi ekki efnt. En ég skal ekki gleyma að leiða það vitni fram.