05.04.1930
Neðri deild: 72. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2257 í B-deild Alþingistíðinda. (2994)

369. mál, héraðsskóli

Magnús Guðmundsson:

Það er eðlilegt, að hv. þm. V.-Húnv. fái svar, þegar hann ber heilan flokk æruleysissökum. Það er alveg ósatt, að ég hafi greitt atkv. móti þessu símamáli. Ég er nú búinn að leita að þessu í þingtíðindunum og finna bæði till. og nafnakallið, og sé, að þetta er ósatt hjá hv. þm. Ég hefi ekki verið viðstaddur þessa atkvgr., og þess vegna hlýtur það að vera ósatt, að Eggert Levy hafi borið mér nokkur svik á brýn eftir að hann sá atkvgr., því ég greiddi ekki atkv. um hana. var fjarstaddur. Þetta sýnir, að hv. þm. V.-Húnv. hefir farið með bein ósannindi um þetta og hlýtur að skrökva vísvitandi um ummæli Eggerts Levy.