17.02.1930
Efri deild: 27. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2280 í B-deild Alþingistíðinda. (3040)

117. mál, jarðræktarlög

Flm. (Jón Jónsson):

Það, sem hv. þm. eru hræddir við í þessu máli, er fjárhagshliðin. Þó er ég viss um, að þeir gera of mikið úr því atriði. Þótt þetta yrði að lögum, yrði kostnaðurinn aldrei sambærilegur við þá upphæð, sem um er að ræða í frv. hv. þm. Ak. um síldartollinn. Þetta gæti aldrei numið nema örfáum tugum þús., en lækkun síldartollsins stórmiklu meira, líklega 200 þús. kr. árlega. Hv. þm. Snæf. segir, að ég hafi sagt, að hlöðubyggingar hafi alveg legið í dái. Þetta er ekki allskostar rétt; ég sagði á þá leið, að í hlutfalli við aðrar framkvæmdir, sem jarðræktarlögin hafa styrkt, hafi þær aukizt sama sem ekkert.