16.04.1930
Neðri deild: 84. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1108 í B-deild Alþingistíðinda. (312)

1. mál, fjárlög 1931

Bernharð Stefánsson:

Hv. þm. Ísaf. hefir flutt eina brtt. á þskj. 557, sem er sama till. og ég flutti hér í hv. d. við 3. umr. fjárl. og var þá samþ., en hv. Ed. þóknaðist að fella niður. Till. er um ábyrgð til handa Siglufjarðarkaupstað, til raforkuveitu. Jafnframt því, sem ég þakka hv. þm. fyrir að taka upp þessa brtt. mína, vildi ég geta þess, að ástæðan til þess að ég flutti hana ekki sjálfur nú, var, að mér hefir skilizt bæði á hv. fjvn. og ýmsum hv. þdm., að algerlega væri vonlaust um, að fjárl. yrði breytt nú í þessari hv. d. Náttúrlega er ég enn á sömu skoðun og ég hafði um þessa till. við 3. umr. hér. Ég færði þá rök fyrir málinu, og hv. flm. hefir í dag bætt við þessi rök, svo að ég sé því minni ástæðu til að endurtaka þau. Vil aðeins mæla hið bezta með till., enda er ég þess fullviss, að svo framarlega að nokkur brtt. nær fram að ganga nú, þá verður þessi till. samþ. En sennilega fer svo, að þessi hv. d. beygir sig fyrir hv. Ed. og gengur að fjárlagafrv. óbreyttu, eins og virðist vera að verða venja, og þá er auðvitað ekki um framgang þessa máls að ræða að sinni.