30.01.1930
Neðri deild: 9. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2330 í B-deild Alþingistíðinda. (3128)

32. mál, vegalög

Þorleifur Jónsson:

Á öndverðu síðasta þingi bar ég fram frv., sem fór fram á ofurlitlar breytingar á vegalögunum. Að vísu bættust við allmargar brtt. og vatill. við frv., en svo fór, að málið fékk ekki afgreiðslu. Það hefir ætíð farið svo nú á mörgum þingum, að slík frv. hefir dagað uppi fyrir seinlæti hv. samgmn., eins og hv. 2. þm. Eyf. gat um. Nú er enn komið fram frv. um breytingar á vegalögunum og ég sé mér ekki annað fært en að bera fram samskonar till. og í fyrra. Enda lagði nefndin í fyrra það til, að vegalagabreyting sú, sem ég fór fram á, yrði samþ. ásamt 2–3 öðrum breytingum. Þetta gefur mér vonir um, að þessi sama nefnd taki eins í mína till. nú, en það dugir skammt, ef ekki verður gengið frá málinu fyrr en í þinglok, eins og undanfarið. Það er ekki vansalaust fyrir hv. samgmn., ef hún gerir nú ekki nægilega snemma ákveðnar till. í slíku máli sem þessu. Ella verður ríkisstj. að taka málið í sínar hendur og leggja fyrir Alþingi frv. til breytinga á vegalögunum.

Á því er enginn efi, að mjög er nauðsynlegt að fá þessu máli hrundið í lag. Það sýna þínar mörgu brtt. á hverju þingi.

Ég er ekki sammála hv. 2. þm. Eyf. um, að skipa eigi sérstaka nefnd í málið, en vil skora á samgmn. að hraða afgreiðslunni.