16.04.1930
Neðri deild: 84. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1117 í B-deild Alþingistíðinda. (317)

1. mál, fjárlög 1931

Haraldur Guðmundsson:

Ég vil lýsa yfir því, að ég mun svara fyrirspurn hv. þm. Dal. á þann eina þinglega hátt: með atkvgr., þegar hann ber fram vantraustsyfirlýsingu á stj.

En mjög smækkar nú manndómur þessarar fornu sjálfstæðishetju, sem jafnan eyðir löngum tíma af hverri ræðu í það að minna á sín fyrri afrek í sjálfstæðismálinu, þegar hann hefir ekki kjark til þess að bera fram vantraust, fyrr en hann hefir tryggt sér fylgi okkar jafnaðarmanna. Þorir hann ekki að bera fram vantraust og prófa vilja hv. d.?