16.04.1930
Efri deild: 80. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2393 í B-deild Alþingistíðinda. (3199)

32. mál, vegalög

Jón Þorláksson:

Ég átti alls ekki við, að sýslusjóðirnir væru í vandræðum með að sjá um sína vegi. En það, sem ég átti við, var það, að þegar tekinn er einn kafli og svo annar af sýsluvegi og báðir fullgerðir, þá getur farið svo, að sýsluvegurinn flytjist fram fyrir þann kafla þjóðvegarins, sem einn er ólagður.

Það er þetta, sem ég vildi láta koma í ljós og leggja áherzlu á, að ríkissjóður héldi áfram vegalagningu með sama fjárframlagi og aðrir hlutaðeigendur.