25.01.1930
Neðri deild: 5. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1123 í B-deild Alþingistíðinda. (325)

12. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Magnús Guðmundsson:

Ég sé það á 2. gr. þessa frv., að gengið er út frá því, að bráðabirgðalánssamningur sá, sem þar ræðir um, verði staðfestur, og ég heyrði það á hæstv. fjmrh., að lánssamningurinn mundi verða lagður fyrir n. En þar eð ég á ekki sæti í þeirri n., stend ég upp til þess að spyrja hæstv. ráðh., hvort hann sjái nokkuð á móti því að skýra hv. þingd. frá innihaldi þessa samnings. Ég tel ófullnægjandi, að aðeins ein þingnefnd fái að kynna sér samninginn. En ef n. er heimilt að birta efni samningsins í áliti sínu, þá getur hæstv. ráðh. nú þegar skýrt þinginu frá honum.