14.04.1930
Neðri deild: 79. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2438 í B-deild Alþingistíðinda. (3277)

78. mál, áfengislög

Pétur Ottesen:

Af því mér skildist hv. 4. þm. Reykv. þykjast tala fyrir munn templara hér á Alþingi, vil ég taka það fram, að það var alls ekki fyrir minn munn sagt, þegar hann sagðist ætla að drattast til að fylgja þessu frv. Ég tel þessar breyt. á áfengislögunum til mikilla bóta og fylgi þeim því af heilum huga.