14.04.1930
Neðri deild: 79. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2438 í B-deild Alþingistíðinda. (3278)

78. mál, áfengislög

Sigurjón Á. Ólafsson:

Ég sagði það vitanlega aðeins fyrir sjálfan mig, að ég mundi aðeins drattast til að greiða atkv. með frv., vegna þeirra breyt., sem hv. Ed. gerði á því. Það, sem ég átti við, að ég hefði sagt fyrir hönd templara yfirleitt, var það, að frv. hefði versnað við það, að hv. Ed. felldi úr því nokkur atriði. Því þau atriði voru sett í frv. eftir till. framkvæmdarnefndar stórstúkunnar.