06.02.1930
Neðri deild: 16. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 39 í D-deild Alþingistíðinda. (3311)

37. mál, björgunar- og eftirlitsskip við Vestmannaeyjar

Héðinn Valdimarsson:

Við jafnaðarmenn erum sannfærðir um það, að nauðsynlegt er að hafa skip við Vestmannaeyjar, sem ekki er lakara en Þór var, til þess að annast gæzlu og björgun. Þess vegna erum við líka fylgjandi till. Við viðurkennum og vitum, að mjög mikil þörf er á slíku skipi víðar, en þó mun að öllu samanlögðu þörfin hvergi vera eins mikil og í Vestmannaeyjum. En okkur finnst nauðsynlegt, að nánari grg. fylgi því frá þingsins hálfu, hvernig þessu skuli komið fyrir, heldur en gert er í tillgr. Við viljum því, að málinu verði vísað til n., sem athugi það og skili áliti sínu sem allra fyrst, og eigi síðar en innan viku frá því hún fær það. Ég geri ráð fyrir því, að till. fari til hv. sjútvn., en þar eigum við jafnaðarmenn fulltrúa, hv. 4. þm. Reykv., er mun túlka aðstöðu okkar til þessa máls.