10.04.1930
Neðri deild: 76. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 71 í D-deild Alþingistíðinda. (3337)

363. mál, lækkun vaxta

Magnús Guðmundsson:

Ég vil segja hv. 1. þm. Reykv. það, að afstaða mín í þessu máli er ekki miðuð við kjósendafylgi, en hann verður að athuga það, að hæstv. dómsmrh., sem hér hefir talað af hálfu stj., hefir ráðið til, að till. yrði samþ. Hann gaf að vísu ekki von um, að samþykktin bæri árangur, en þó væri það ekki útilokað. Ég gat ekki skilið hæstv. ráðh. öðruvísi en svo, að verið gæti, að stjórnin gæti eitthvað gert í málinu. Því sé ég enga ástæðu til að setja mig upp á móti till.1). 1) Mestan hluta ræðunnar sýnist vanta. M. G.