15.04.1930
Sameinað þing: 8. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 139 í D-deild Alþingistíðinda. (3435)

327. mál, lóðir undir þjóðhýsi

Forseti (ÁÁ):

Því var skotið til mín, að viðaukatill. á þskj. 510 riði ef til vill í bága við þingsköp. Og það er ótvírætt, að hún ríður í bága við 29. gr. þingskapa. En þar sem komið hefir fram brtt. við hana, sem samrýmanleg er þingsköpum, og þar sem allt er sett í vald stj. og hún getur metið till. eftir því, sem efni standa til, og framkvæmt á eigin ábyrgð upp á væntanlegt samþykki Alþingis þá hluti, sem þar um ræðir, þá telst, að viðaukatill. svo breytt ríði ekki í bága við þingsköp. Verður því brtt. við viðaukatill. borin upp fyrst, og verði hún samþ., þá verður viðaukatill. borin upp í heild sinni, svo breytt.