26.06.1930
Sameinað þing: 11. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 172 í D-deild Alþingistíðinda. (3465)

589. mál, milliríkjasamningar

fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég vildi aðeins tilkynna þingheimi og öllum áheyrendum, að það er í ráði, ef veður leyfir, að undirrita hér á þessum fornhelga stað á morgun, hálfri stundu fyrir hádegi, m. ö. o. hálfri stundu áður en Alþingi á að koma saman, gerðardómssamning; milli Íslands annarsvegar og Norðurlandaríkjanna fjögurra hinsvegar, um ævarandi friðsamleg úrslit allra deilumála, sem upp kunna að koma landanna á milli. Af hálfu Danmerkur verður samningurinn undirritaður af forsætisráðherra Th. Stauning, af hálfu Finnlands af varaforseta Hakkila, af hálfu Noregs af hermálaráðherra Anderssen-Ryst, af hálfu Svíþjóðar af sendiherranum í Kaupmannahöfn, O. A. H. Ewerlöf, en af hálfu Íslands af forsætisráðherra Íslands.