15.04.1930
Neðri deild: 83. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 211 í D-deild Alþingistíðinda. (3517)

388. mál, varnir gegn berklaveiki

Héðinn Valdimarsson:

Fyrst hæstv. dómsmrh. er svo önnum kafinn í Ed., að hann getur ekki verið hér við nú, vil ég leyfa mér að spyrja: Er þá nokkur trygging fyrir því, að hann fengist til að vera viðstaddur síðar, ef málið væri þá tekið til umr.? Sé lítil von til þess, er ekki ástæða til að taka málið af dagskrá nú.