17.04.1930
Neðri deild: 85. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 222 í D-deild Alþingistíðinda. (3527)

388. mál, varnir gegn berklaveiki

Magnús Guðmundsson:

Ég hefi enga tilhneigingu til að tala um deiluna við embættislausu læknana, því að hún kemur ekki þessu máli við, þar sem hér er deilt um lög, sem eru yngri en sú deila. Hæstv. dómsmrh. gerði enga grein fyrir, hvers vegna skildar væru úr þrjár ljóslækningastofur og látnar fá styrk einar, og hefir þannig beinlínis gengið inn á það, sem ég sagði um það efni, sem sé, að það væri lagabrot.

Það er bezt að fara að láta atkv. skera úr, ef hv. flm. annars óskar þess eftir að hafa heyrt undirtektir hæstv. dómsmrh.