13.02.1930
Neðri deild: 23. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1155 í B-deild Alþingistíðinda. (366)

12. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Forseti (BSv):

Ég vil leyfa mér að benda á það almennt í sambandi við umr. þær, er hér hafa farið fram í dag um þetta mál, að æskilegt væri, að hv. deildarmenn færu gætilega í það, að beita slíkum orðum sem „landráð“ og öðrum slíkum stóryrðum, því að jafnvel þótt slíkum skeytum hafi eigi verið skotið beint eða ákveðið, þá er þar oft mjótt á milli. Mega menn vel láta skoðun sína einarðlega í ljós, þótt ekki sé veifað svo hvössum sveðjum.